Aðstaða

Gistiheimilið er staðsett í hljóðlátri botnlangagötu sem liggur niður að sjónum.

Stofan

Miðrými_resize

Á miðsvæðinu er hugguleg setustofa, þar sem gestir hafa tækifæri á að hitta aðra ferðalanga, skoða þær bækur um íslenska náttúru sem þar er að finna, eða slappa af í þægilegu umhverfi og njóta útsýnisins. Gistiheimilið býður upp á ókeypis þráðlaust net, sem gestum er velkomið að nota.

Eldhúsið
Eldhúsið er nýtt, og hefur að geyma öll þau tæki og tól sem nauðsynleg eru til matargerðar. Þar er einnig ísskápur, eldavél og örbylgjuofn. Matvöruverslanir og bakarí eru steinsnar frá gistiheimilinu, og því auðvelt að versla inn til matargerðar. Lítill borðkrókur er einnig í eldhúsinu, þar sem sætapláss er fyrir allt að 6 manns.

Baðherbergið

Bað 2_resize

Baðherbergið er stórt og rúmgott, og er sameiginlegt fyrir gesti Kríu guesthouse.

Útisvæðið

Garðurinn í kring um húsið er stór og liggur niður að sjó, þar sem húsið er staðsett á litlu nesi. Gestgjafar eru með hund, og íslenskar landnámshænur sem auka enn á vinalega stemninguna. Fyrir utan sameiginlegt rými gistiheimilisins er stór pallur, þar sem tilvalið er að setjast niður og njóta matar síns. Gestum er velkomið að nota bæði pallinn og garðinn, og njóta þannig útsýnisins og ferska loftsins.

Það er líka heitur pottur í garðnum, og er gestum velkomið að nota hann á milli 7:00 og 22:00.

Gæludýr eru ekki leyfð.

  • Herbergi 1 (2)_resize
  • Herbergi 1_resize
  • Herbergi 2 (2)_resize
  • Herbergi 2 (3)_resize
  • Herbergi 2_resize
  • Bað 1_resize
  • Bað 2_resize
  • Miðrými_resize