Kría Cottages, sumarbústaðir í hjarta Borgarfjarðar

Kría Cottages er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki í Borgarfirði. Við bjóðum upp á fallega og notalega bústaði við Andarkílsá. Kría Cottages er staðsett undir hinu magnaða Brekkufjalli, með útsýni yfir ánna og fjörðinn. Staðsetningin býður upp á einstakt tækifæri til þess að upplifa ógleymanleg sólsetur, norðurljós og fuglalíf.

Kría Cottages er staðsett í rólegu umhverfi undir fjöllunum. Borgarnes er aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð þar sem fjöldinn allur er af matsölustöðum og afþreyingu, eins og sundlaug og söfnum.

Kría Cottages er fullkomið til að komast að heiman í dýrðlega náttúru, í næði fjallanna. Hvort sem þú ætlar að fara hringinn, ætlar að skoða Vesturland, eða vilt hreinlega njóta þess sem Borgarfjörður hefur upp á að bjóða; þá er Kría Cottages fullkominn staður fyrir þig!

Einn sumarbústaðanna er aðgengilegur fyrir fatlað fólk / fólk sem notar hjólastól.