Herbergi og verð

Kría Guesthouse býður upp á tvö rúmgóð herbergi, sem henta vel fyrir einstaklinga, pör, og fjölskyldur.

Bæði herbergin eru með nýjum, uppábúnum rúmum; einbreiðum eða tvíbreiðum. Það eru handlaugar inni á báðum herbergjum, ásamt hárblásurum.

Ungir ferðalangar eru að sjálfsögðu velkomnir, og hægt er að útvega barnastóla og barnarúm.

Herbergi 1

Herbergi 1 (2)_resizeHerbergi 1_resize

Í herberginu eru tvö einstaklingsrúm sem hægt er að setja saman.
Herbergið hentar því vel fyrir einstaklinga eða pör.

Herbergi 2

Herbergi 2 (2)_resizeHerbergi 2_resize

Í herberginu er eitt hjónarúm, og annað 120 cm rúm. Herbergið er rúmgott og möguleiki á að útvega auka rúm ef þarf.

VERÐ
Sumar (15. maí – 15. september 2018)

Einstaklingur 13.600 kr.
Tveggja manna herbergi 18.600 kr.
Þriggja manna herbergi 22.300 kr.
Aukarúm kostar 4.000 kr.

Vetur (16. september 2017 – 14. maí 2018)

Einstaklingur 9.000 kr.
Tveggja manna herbergi 13.600 kr.
Þriggja manna herbergi 17.200 kr.
Aukarúm kostar 4.000 kr.

Skilmálar:

Afboða skal komu með 48 klukkustunda fyrirvara. Að öðrum kosti er 80% af verði einnar nætur gjaldfært af greiðslukorti gesta.

  • Herbergi 1 (2)_resize
  • Herbergi 1_resize
  • Herbergi 2 (2)_resize
  • Herbergi 2 (3)_resize
  • Herbergi 2_resize