Kría sumarhús
Kanna lausar nætur og verð =>
Kría Cottages eru þrjú glæsileg sumarhús í landi Skeljabrekku, undir hinu tignarlega Brekkufjalli í Andakíl. Sumarhúsin eru staðsett við veg 50, aðeins 6 km sunnan við Borgarnes. Húsin eru fullkomin áfangastaður til þess að skreppa í dagsferðir og skoða náttúruperlur Vesturlands, eins og til dæmis Deildatunguhver, Barnafossa, Húsfell, dýfa sér í fjölda náttúrulauga og fara í fjallgöngur.
Sumarhúsin eru staðsett við Andakílsá. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf, til dæmis er þar eitt stærsta varp brandanda á Íslandi. Frá sumarhúsunum er frábært útsýni yfir Hvanneyri og nærliggjandi sveitir, til Snæfellsjökuls, Vesturfjalla og Baulu – drottningu borgfirskra fjalla. Sólsetur við Andakílsá eru engu lík sem og norðurljósin að vetrarlagi.
Hús 1
Stærð: 60 m2.
Í húsinu eru 2 svefnherbergi með 120 cm rúmi í hvoru herbergi, í stofu er 140 cm svefnsófa. Þá er rúmgóð borðstofa og eldhús með borðbúnaði og öllum áhöldum, eldavél og bakaraofni. Sturta og klósett eru í tveimur aðskildum herbergjum, sem er hentugt ef margir gestir eru í húsinu. Húsið er leigt út að lágmarki 2 nætur og leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum.
Hús 2
Stærð: 12 m2.
Í þessu litla en frábærlega hannaða húsi er svefnrými fyrir 2-3 einstaklinga. Komið er inn í lítinn eldhúskrók og þaðan er gengið inn í aðalrýmið þar sem eru 120 cm svefnsófi og efri koja. Í enda hússins er salerni og handlaug. Athugið að engin sturta er í húsinu. Húsið má leigja eitt og sér, eða með hinum húsunum sem viðbótar gistirými. Húsið leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum.
Hús 3
Stærð: 40 m2.
Húsið er rúmgott og með mikilli lofthæð. Þar er 1 svefnherbergi með 140 cm rúmi og í stofu er 140 cm svefnsófi. Opin borðstofa og eldhús eru í húsinu með borðbúnaði og öllum áhöldum, helluborði og örbygjuofni. Baðherbergi er rúmgott og gott hjólastólaaðgengi er í húsinu. Húsið er leigt út að lágmarki 2 nætur og leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum. Handklæði og uppábúin rúm eru innifalin í verði
Lágmarksdvöl tvær nætur í húsi 1 og 3.
10% afsláttur af heildarverði ef dvalið er 3 nætur eða meira.
Skilmálar:
Afboða skal komu með 48 klukkustunda fyrirvara. Að öðrum kosti er 80% af verði einnar nætur gjaldfært af greiðslukorti gesta.
Gæludýr eru ekki leyfð.
Kría Cottages Cottage 3, Modern calm cottage Cottage 3, Modern calm cottage Cottage 3, Modern calm cottage Cottage 3, Modern calm cottage Cottage 1, Cozy cottage with river view Cottage 1, Cozy cottage with river view Cottage 1, Cozy cottage with river view Cottage 2 (Small with river view) Cottage 2 (Small with river view) Skeljabrekkufjall Sunset by Andakílsá River