Kría sumarhús

Kanna lausar nætur og verð =>

Kría Cottages eru þrjú glæsileg sumarhús í landi Skeljabrekku, undir hinu tignarlega Brekkufjalli í Andakíl. Sumarhúsin eru staðsett við veg 50, aðeins 6 km sunnan við Borgarnes. Húsin eru fullkomin áfangastaður til þess að skreppa í dagsferðir og skoða náttúruperlur Vesturlands, eins og til dæmis Deildatunguhver, Barnafossa, Húsfell, dýfa sér í fjölda náttúrulauga og fara í fjallgöngur.

Sumarhúsin eru staðsett við Andakílsá. Þar er fjölskrúðugt fuglalíf, til dæmis er þar eitt stærsta varp brandanda á Íslandi. Frá sumarhúsunum er frábært útsýni yfir Hvanneyri og nærliggjandi sveitir, til Snæfellsjökuls, Vesturfjalla og Baulu – drottningu borgfirskra fjalla. Sólsetur við Andakílsá eru engu lík sem og norðurljósin að vetrarlagi.

Hús 1

Stærð: 60 m2.
Í húsinu eru 2 svefnherbergi með 120 cm rúmi í hvoru herbergi, í stofu er 140 cm svefnsófa. Þá er rúmgóð borðstofa og eldhús með borðbúnaði og öllum áhöldum, eldavél og bakaraofni. Sturta og klósett eru í tveimur aðskildum herbergjum, sem er hentugt ef margir gestir eru í húsinu. Húsið er leigt út að lágmarki 2 nætur og leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum.

Hús 2

Stærð: 12 m2.
Í þessu litla en frábærlega hannaða húsi er svefnrými fyrir 2-3 einstaklinga. Komið er inn í lítinn eldhúskrók og þaðan er gengið inn í aðalrýmið þar sem eru 120 cm svefnsófi og efri koja. Í enda hússins er salerni og handlaug. Athugið að engin sturta er í húsinu. Húsið má leigja eitt og sér, eða með hinum húsunum sem viðbótar gistirými. Húsið leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum.

Hús 3

Stærð: 40 m2.
Húsið er rúmgott og með mikilli lofthæð. Þar er 1 svefnherbergi með 140 cm rúmi og í stofu er 140 cm svefnsófi. Opin borðstofa og eldhús eru í húsinu með borðbúnaði og öllum áhöldum, helluborði og örbygjuofni. Baðherbergi er rúmgott og gott hjólastólaaðgengi er í húsinu. Húsið er leigt út að lágmarki 2 nætur og leigist út með uppábúnum rúmum og handklæðum. Handklæði og uppábúin rúm eru innifalin í verði

Lágmarksdvöl tvær nætur í húsi 1 og 3.

10% afsláttur af heildarverði ef dvalið er 3 nætur eða meira.

Skilmálar:

Afboða skal komu með 48 klukkustunda fyrirvara. Að öðrum kosti er 80% af verði einnar nætur gjaldfært af greiðslukorti gesta.

Gæludýr eru ekki leyfð.