Staðsetning


Sumarhúsin eru staðsett við veg 50, aðeins 6 km sunnan við Borgarnes. Skeljabrekkufjall gnæfir tignarlegt yfir, með sína háu hamra og fjölskrúðugt fuglalíf. Frá sumarhúsunum er frábært útsýni yfir Hvanneyri og nærliggjandi sveitir, til Snæfellsjökuls, Vesturfjalla og Baulu – drottningu borgfirskra fjalla.