Staðsetning

Kría Guesthouse

Gistiheimilið er við Kveldúlfsgötu 27 – hljóðláta botnlangagötu sem liggur niður að sjónum. Útsýnið frá gistiheimilinu er einstakt – tignarlegt Hafnarfjallið á aðra hönd og útsýni yfir Mýrarnar, Snæfellsnesið og Snæfellsjökul. Fuglalíf er fjölskrúðugt á leirunum fyrir neðan húsið, og möguleikarnir á fuglaskoðun því einstakir.


Skoða Kría Guesthouse í stærra korti – Bemar

Kría Cottage 


Skoða Kría Guesthouse, Sumarhús Skeljabrekku. í stærra korti – Bemar

Sumarhúsin eru staðsett við veg 50, aðeins 6 km sunnan við Borgarnes. Skeljabrekkufjall gnæfir tignarlegt yfir, með sína háu hamra og fjölskrúðugt fuglalíf. Frá sumarhúsunum er frábært útsýni yfir Hvanneyri og nærliggjandi sveitir, til Snæfellsjökuls, Vesturfjalla og Baulu – drottningu borgfirskra fjalla.